Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
   mán 05. desember 2022 10:00
Fótbolti.net
Þorkell Gunnar spáir í Japan - Króatía
Þorkell Gunnar í Færeyjum.
Þorkell Gunnar í Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Japan - Króatía og Brasilía - Suður-Kórea eru leikir dagsins í 16-liða úrslitum HM í Katar.

Fyrrnefndi leikurinn er fyrri leikur dagsins, hefst klukkan 15, og spáir Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson á RÚV í þann leik en Þorkell hefur lýst leikjum á HM með stakri prýði.

Spennandi verður að sjá japanska liðið sem hefur þegar unnið Spán og Þýskaland á mótinu.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson:

Japan 2 - 1 Króatía
Það hefur æxlast þannig að ég hef ekki enn náð að sjá heilan leik með Króötum á meðan ég lýsti fyrstu tveimur leikjum Japana. Þessi spá er því algjörlega lituð af því og í raun nokkuð blind. Fíla samt það sem ég hef séð af miðvarðapari Króata.

Japanar geta hins vegar brugðið sér í allra kvikinda líki og breyta kerfinu sem þeir spila eins og þeim sýnist inn í leikjunum. Minn maður Takumi Minamino hefur spilað lítið, en verður hetjan í þessum leik og skorar sigurmarkið í framlengingu. Aðal atriðið er samt bara að leikurinn verði líflegri en leikur Japana við Kosta Ríka. Þá skipta úrslitin engu.

Fótbolti.net spáir - Elvar Geir Magnússon:

Japan 0 - 1 Króatía
Áfram verður þetta lok, lok og læs hjá Josko Gvardiol. Liðin gerðu markalaust jafntefli á HM 2006 og ekki er von á markaregni núna heldur samkvæmt spám. Luka Modric skorar sigurmarkið en mun hinsvegar fá gult spjald í leiknum og verður í banni gegn Brasilíu í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner