PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 06. janúar 2025 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
Van Dijk kom Trent til varnar og Salah birti mynd á Instagram
Mynd: EPA
Ætli þeir séu allir á förum?
Ætli þeir séu allir á förum?
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool sem rennur út á samningi næsta sumar, átti slæman leik í 2-2 jafntefli gegn Manchester United í gær.

Hluti stuðningsmanna Liverpool baulaði á hann en það ríkir mikil gremja meðal innfæddra vegna trega Alexander-Arnold við að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Leikmaðurinn er 26 ára gamall og bendir ýmislegt til þess að hann sé á leið til spænska stórveldisins Real Madrid á frjálsri sölu næsta sumar. Þetta hefur ekki farið vel í stuðningsmenn Liverpool sem nýttu tækifærið í gær til að baula á leikmanninn meðan hann lenti í erfiðleikum gegn Rauðu djöflunum.

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, er einnig að renna út á samningi næsta sumar og kom hann liðsfélaga sínum til varnar.

„Þessir orðrómar hafa ekki áhrif á hann. Honum líður vel, hann er með sitt fólk í kringum sig, fjölskylduna sína og svo erum við leikmennirnir allir til staðar fyrir hann. Hann er einbeittur að því að gera sitt besta inni á vellinum, alveg eins og allir aðrir leikmenn liðsins," sagði Van Dijk í gær.

Mohamed Salah, sem er mögulega besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, er einnig að renna út á samningi hjá Liverpool næsta sumar. Hann birti mynd á Instagram í morgun frá leiknum gegn Man Utd, þar sem hann stendur ásamt Van Dijk og Alexander-Arnold er þeir undirbúa sig til að taka aukaspyrnu.

Salah hefur ítrekað kvartað undan því að fá ekki nýjan samning hjá Liverpool, en talið er að launakröfur hans séu alltof háar fyrir félagið.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner