Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
banner
   þri 06. janúar 2026 13:34
Elvar Geir Magnússon
Howe hefur ekki áhuga á að taka við Man Utd á þessum tímapunkti
Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, segist virkilega ánægður í starfinu og að hann hafi ekki áhuga á því að taka við Manchester United á þessum tímapunkti.

Rúben Amorim var rekinn frá Man United í gær og margir eru á þeirri skoðun að Howe yrði fullkominn kostur fyrir Rauðu djöflana.

Howe var spurður að því hvort eitthvað gæti lokkað hann frá St James' Park?

„Nei, ekkert eins og staðan er í dag. Mikilvægast fyrir mig er að vera ánægður í starfi, ánægður með hlutverk mitt og vera í sterkum tengslum við fólkið í kringum. Hlutirnir geta breyst hjá hvaða félagi sem er en sem stendur er ég virkilega ánægður," segir Howe.

Newcastle er í níunda sæti í ensku úrvalsdeildinni, en aðeins tveimur stigum frá fimmta sæti. Liðið er komið í undanúrslit deildabikarsins og er á leið með að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Til að félag njóti velgengni þarf að vera eining frá toppi til botns. Það verður að vera góð tenging milli allra. Ég hef átt frábært samband með stjórninni hér og það hefur ekkert breyst."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner