Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 13:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Júlíus Mar á leið til Noregs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Mar Júlíusson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á leið til Noregs en KR hefur fengið tilboð frá norska úrvalsdeildarfélaginu Kristiansund í kappann.

Júlíus Mar er 21 árs miðvörður sem KR keypti frá Fjölni fyrir rúmu ári síðan.

Hann spilaði sína fyrstu leiki í efstu deild á síðasta tímabili, alls 16 leiki og bar fyrirliðabandið hjá KR í nokkrum þeirra.

Hann er hluti af U21 landsliðinu og á alls sex leiki að baki fyrir yngri landsliðin.

Ef skiptin ganga í gegn verða tveir Íslendingar í leikmannahópi Kristiansund á komandi tímabili því Hrannar Snær Magnússon gekk í raðir félagsins í síðasta mánuði, kom frá Aftureldingu. Kristiansund endaði í 13. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner