Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 06. mars 2021 19:23
Victor Pálsson
Þýskaland: Lewandowski gerði þrennu gegn Dortmund - Haaland með tvö
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen 4 - 2 Borussia Dortmund
0-1 Erling Haaland('2)
0-2 Erling Haaland('9)
1-2 Robert Lewandowski('26)
2-2 Robert Lewandowski('44, víti)
3-2 Leon Goretzka('88)
4-2 Robert Lewandowski('90)

Stórleik kvöldsins í Þýskalandi er nú lokið en Bayern Munchen og Borussia Dortmund áttust við í spennandi leik á heimavelli þess fyrrnefnda, Allianz Arena.

Það vantaði ekki upp á fjörið í leiknum í kvöld en staðan eftir níu mínútur var orðin 0-2 fyrir Dortmund.

Undrabarnið Erling Haaland sá um að skora bæði mörk Dortmund sem var komið í verulega þægilega stöðu snemma leiks.

Það er þó leikmaður hjá Bayern að nafni Robert Lewandowski sem ákvað að gera slíkt hið sama og Haaland og skoraði tvennu í kjölfarið.

Lewandowski skoraði tvö mörk áður en fyrri hálfleik lauk og staðan eftir fyrstu 45 mínúturnar því jöfn.

Bayern var mun betri aðilinn í leiknum og skoraði svo tvö mörk þegar stutt var eftir til að tryggja verðskuldaðan sigur.

Leon Goretzka gerði fyrra mark seinni hálfleiksins og það seinna skoraði Lewandowski til að fullkomna þrennu sína í 4-2 sigri.

Bayern er nú aftur komið í toppsæti deildarinnar og er tveimur stigum á undan RB Leipzig sem er í því öðru eftir 3-0 sigur á Freiburg í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner