Liverpool undirbýr tilboð í Kerkez - West Ham reynir að fá Gomes - Man Utd skoðar markverði
   fim 06. mars 2025 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Fram hafnaði tilboði frá QPR í Þorra Stefán
Vakti athygli QPR með frammistöðu sinni.
Vakti athygli QPR með frammistöðu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diddi er formaður meistaraflokksráðs karla.
Diddi er formaður meistaraflokksráðs karla.
Mynd: Magnús Óli Sigurðsson
Hefur leikið mjög vel við hlið Kyle McLagan.
Hefur leikið mjög vel við hlið Kyle McLagan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri nefbrotnaði í leik með Fram á síðasta ári og spilaði í kjölfarið með andlitsgrímu.
Þorri nefbrotnaði í leik með Fram á síðasta ári og spilaði í kjölfarið með andlitsgrímu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Stefán Þorbjörnsson er þrátt fyrir ungan aldur lykilmaður í liði Fram. Hann myndaði ansi öflugt þríeyki með þeim Kyle McLagan og Kennie Chopart í vörn Fram síðasta sumar og vakti athygli fyrir frammistöðu sína.

Erlend félög fylgjast með Þorra og á meðal þeirra er enska félagið QPR sem spilar í ensku Championship-deildinni, næstefstu deild. QPR lagði fram tilboð í miðvörðinn í vetur en Fram endaði á því að hafna því tilboði.

Fótbolti.net ræddi við Sigurð Hrannar Björnsson, formann meistaraflokks ráðs karla hjá Fram um tilboðið frá QPR.

Það barst tilboð í Þorra Stefán frá QPR í vetur. hvenær barst það og hvernig var svo ferlið þangað til að ljóst varð að Þorri færi ekki út?

„Fyrsta tilboð frá QPR barst um miðjan desember, og í kjölfarið hittum við fulltrúa þeirra og komumst að því að þeir séu búnir að fylgjast lengi með Þorra. Við komum síðan með móttilboð og þannig fór þetta fram og til baka næstu vikurnar. Í millitíðinni buðu þeir Þorra út og sýndu honum aðstæður. Síðan á endanum náðu Fram og QPR ekki saman um kaupverð og málinu þar með lokið."

Getur þú sagt eitthvað um upphæðina sem QPR lagði fram í Þorra? Var langt á milli upphæðarinnar og þess sem Fram vildi fá fyrir hann?

„Tel það ekki rétt né ástæðu vera til að fara út í sérstakar tölur en við hjá Fram vorum orðin vongóð um að ná saman við QPR undir lokin, en því miður gekk það ekki upp."

Nú eftir Brexit getur verið bras fyrir leikmenn að fá leikheimild á Englandi, var það einhvern tímann rætt?

„Án þess að þekkja þau mál 100% þá skilst mér að það sé töluvert staðlað ferli að fá leikheimild fyrir leikmenn á hans aldri þegar þeir geta sýnt fram á einhverskonar framúrskarandi eða afreksstöðu í íþróttinni. Þorri er með 23 yngri landsleiki að baki, var á mála hjá atvinnumannafélagi í Danmörku og kominn með gott magn af meistaraflokks leikjum. Að því sögðu að þá var talað um að þeir hefðu bara ákveðið mörg pláss fyrir erlenda leikmenn og var eitt slíkt ætlað Þorra."

Er erfitt að hafna tilboði frá félagi í Championship deildinni og segja við leikmann að hann sé ekki að fara?

„Það var ekki auðvelt, okkur þykir mjög vænt um Þorra og fjölskyldan hans eru miklir Framarar. Hlutverk mitt og okkar í stjórn knattspyrnudeildar er hinsvegar að hugsa fyrst og fremst um hagsmuni félagsins í svona málum. Queens Park Rangers er mjög stórt félag og þegar hlutirnir eru komnir eins langt og þeir voru, þá eðlilega tekur það á fyrir alla sem koma að málinu að það síðan gangi ekki upp, og þá sérstaklega fyrir leikmanninn. Þorri hinsvegar hefur sýnt okkur það enn og aftur hversu sterkur karakter og fagmannlegur hann er, hugur hans er hjá Fram og einbeitingin í að leggja sig allan fram í það verkefni að koma félaginu á næsta plan."

Telur þú að það sé einungis tímaspursmál að Þorri fari út eða hvernig sérð þú hans framið?

„Já engin spurning, það er bara tímaspursmál í mínum huga, Þorri á það heilshugar skilið og hefur alla burði til að spila aftur erlendis. Umræðan hefur verið sú að Ísland vanti fleiri unga varnarmenn en hér erum við þó að minnsta kosti með einn 18 ára örvfættan hafsent, sem að okkar mati er einn sá besti í deildinni," segir Diddi.

Þorri er 18 ára, fæddur 2006, og á að baki 23 leiki fyrir yngri landsliðin. Hann lék 25 af 27 leikjum Fram á síðasta tímabili. Hann er uppalinn hjá Fram en var hjá FH 2022-23 og lék einn leik í Bestu deildinni. Hann var seldur frá FH til Lyngby sumarið 2023 en kom á láni til Fram fyrir síðasta tímabil og var svo keyptur frá danska félaginu í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner