Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. apríl 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hollenskt landsliðsfólk gefur ellefu milljónir evra
Mynd: Getty Images
Hollenskt landsliðsfólk hefur tekið höndum saman með hollenska knattspyrnusambandinu og ING bankanum í baráttunni gegn kórónuveirunni.

Samanlagt var safnað ellefu milljónum evra, rúmlega 1,7 milljarði íslenskra króna, sem munu renna til knattspyrnufélaga í neyð.

Leikmenn karla- og kvennalandsliðsins lögðu í púkk auk leikmanna U21 karlaliðsins.

„Atvinnumenn í knattspyrnu sem spila í bestu keppnum heims mega ekki gleyma hvar þeir byrjuðu. Margir byrjuðu að æfa sem börn hjá áhugamannafélögum og nú er sjálfsagt að gefa til baka á erfiðum tímum," sagði Virgil van Dijk, fyrirliði A-landsliðs karla, meðal annars.

Sari van Veenendaal, fyrirliði kvennaliðsins, og Teun Koopmeiners, fyrirliði U21 liðsins, höfðu svipaða hluti að segja.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner