fim 06. maí 2021 10:53
Elvar Geir Magnússon
Ed Sheeran kaupir auglýsinguna framan á treyjum Ipswich
Ed Sheeran spilaði í íslensku landsliðstreyjunni á tónleikum 2018.
Ed Sheeran spilaði í íslensku landsliðstreyjunni á tónleikum 2018.
Mynd: Getty Images
Tónlistarmaðurinn vinsæli Ed Sheeran er aðdáandi Ipswich og hefur styrkt félagið með því að kaupa auglýsinguna framan á treyjum karla- og kvennaliða félagsins.

„Félagið er stór hluti af samfélaginu og þetta er mín leið til að sýna því stuðning," segir Sheeran.

„Ég hef alltaf notið þess að heimsækja Portman Road og ég hlakka til að mæta á völlinn um leið og áhorfendum verður aftur hleypt inn."

Ipswich er í níunda sæti í ensku C-deildinni

Það eru nokkur dæmi um að tónlistarmenn séu styrktaraðilar hjá félögum í Bretlandi en hér á landi þekktist þetta ekki fyrr en Afturelding í Mosfellsbæ tilkynnti að merki hljómsveitarinnar KALEO yrði framan á treyjum liðsins næstu tvö árin.


Athugasemdir
banner
banner
banner