Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Fótbolta nördinn - RÚV vs Víkingur
Kjaftæðið - Stóra bikarhelgin allsstaðar!
Enski boltinn - Hver á að endurlífga Man Utd?
Útvarpsþátturinn - Nýjustu sambýlismennirnir
Hugarburðarbolti GW 21 Var lesin eins og "Litla gula hænan"
Kjaftæðið - Arsenal er fancy Stoke
Tveggja Turna Tal - Aron Baldvin Þórðarson
Kjaftæðið - Amorim rekinn!
Enski boltinn - Kaldar nýárskveðjur og er Amorim búinn?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
Leiðin úr Lengjunni: Ótímabæra spáin
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra spáin og stjóraskipti Chelsea
Hugarburðarbolti GW 19 Hirðfíflið mætti í studio 1
Kjaftæðið - Stórkostleg áramót fyrir Arsenal
Kjaftæðið - Gummi Tóta í KR?
Tveggja Turna Tal - Andri Freyr Hafsteinsson
Enski boltinn - Himnasending, Wirtz skoraði og þrjú efstu stinga af
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Útvarpsþátturinn - Kæfan 2025
Tveggja Turna Tal - Björn Daníel Sverrisson
banner
   þri 06. júní 2023 17:54
Fótbolti.net
Sævar Atli: Mesta afrek á mínum fótboltaferli
„Bara gjörsamlega sturlað," sagði Sævar Atli Magnússon um endann á tímabilinu hjá Lyngby. Liðið hélt sér uppi með frábærri endurkomu, voru á tímapunkti sextán stigum frá öruggu sæti en þegar lokaflautið gall í lokaumferðinni var liðið í öruggu sæti.

Liðið hafði verið í fallsæti síðan í ágúst en að lokum var það markatalan sem gerði gæfumuninn því Horsens endaði með jafnmörg stig en verri markatölu og féll.

Sæbjörn Steinke fór yfir tímabilið hjá Lyngby með Sævari, fagnaðarlætin, trúna á verkefnið, efasemdirnar og ræddi einnig sérstaklega um íslensku liðsfélaga sína og þjálfarann Frey Alexandersson. Sævar segir frá áfalli sem hann varð fyrir í vetur, erfiða tíma sem hann upplifði og stoltið sem fylgdi því að koma til baka.

Hann er núna hluti af íslenska landsliðinu sem býr sig undir leiki gegn Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli.

Viðtalið má nálgast í spilaranum að ofan, á öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.
Athugasemdir
banner
banner