
Breiðablik tapaði fyrir KR 0-2 í bikarnum í kvöld. Sigur KR var síst of stór en liðið var með leikinn í sínum höndum allan tímann.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 2 KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hafði þetta að segja eftir leik:
„Við gerðum þetta nokkuð fagmannlega. Við vorum öflugir í leiknum og gríðarlega samstilltir. Liðsheildin var góð og það skiptir máli fyrir okkur. Mönnum leið vel á boltanum og það var smá andleysi í Blikunum og maður hélt að þeir kæmu grimmari inn í þennan leik."
„Mér fannst við vinna nokkuð öruggan sigur. Það var gott að ná marki snemma. Blikar eru hörkulið því ef þeir komast á „rönn" þá eru þeir hörkugóðir."
„Það er leikjaálag núna og gott að sleppa við framlengingu. Við erum með fínan mannskap og það er mikil samkeppni um stöður. Það eru góðir leikmenn sem þurfa að vera á bekknum og það er erfitt að skilja þá eftir þar."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir