Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fös 06. júlí 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nile Walwyn búinn að spila sinn síðasta leik fyrir ÍR
Nile Walwyn (hér til hægri).
Nile Walwyn (hér til hægri).
Mynd: Getty Images
Hafsentinn Nile Walwyn, landsliðsmaðurinn frá St. Kitts og Nevis sem ÍR fékk fyrir sumarið er á förum frá félaginu.

Hann var ekki í hóp í 1-1 jafntefli gegn HK í gær og Brynjar Gestsson, þjálfari ÍR, sagði í viðtali eftir leik að hann væri líklega búinn að spila sinn síðasta leik fyrir félagið.

„Ég efast um að hann spili eitthvað meira fyrir okkur - það er alveg klárt. Við þurftum að gera ákveðnar breytingar, samstarfið var ekki alveg að virka," sagði Brynjar eftir leik í gær, en hann vonast til að styrkja liðið þegar glugginn opna

Walwyn kom fyrir tímabilið og spilaði hann sjö leiki í Inkasso-deildinni fyrir ÍR-inga.

ÍR er í næst neðsta sæti Inkasso-deildarinnar með sjö stig þegar liðið er búið að leika 10 leiki.

Viðtalið við Brynjar má sjá í heild sinni hér að neðan.
Binni Gests: Þetta minnti frekar á amerískan fótbolta
Athugasemdir
banner
banner