Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. september 2020 14:00
Fótbolti.net
Spá því að Rúnar Alex og Jón Guðni byrji gegn Belgum
Icelandair
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hvernig verður byrjunarliðið á móti Belgum?" spyr Elvar Geir Magnússon í Innkastinu. Eftir þetta nauma tap gegn Englandi er komið að því að heimsækja Belgíu í Þjóðadeildinni á þriðjudagskvöld.

Hannes Þór Halldórsson, Kári Árnason og Kolbeinn Sigþórsson taka ekki þátt í þeim leik. Ekki heldur Sverrir Ingi Ingason eftir rauða spjaldið gegn Englendingum.

„Byrjum á pælingum um markvörðinn," segir Tómas Þór Þórðarson. „Fyrir löngu síðan var ákveðið að Rúnar Alex Rúnarsson væri markvörður númer tvö hjá landsliðinu. Hann er varamarkvörður í Frakklandi en á sama tíma breytist Ögmundur Kristinsson í topp 3 besta markmann í grísku deildinni og er keyptur til stærsta liðsins."

„Ég skil Ögmund peningalega og það er gaman að vera í Olympiakos. En hann veit að Hannes er kannski á síðustu metrunum og er á þeim stað að hann sé byrjunarliðsmaður en tekur færslu í að vera varamarkvörður."

„Það er spurning hvort þeir spili Rúnari því hann er yngri og á meira eftir," segir Tómas en hann og Magnús Már Einarsson giska báðir á að Rúnar Alex verði í markinu gegn Belgum.

Breytt varnarlína
Miklar breytinga verða á varnarlínunni og þó Jón Guðni Fjóluson sé án félags sem stendur spáir Innkastið því að hann muni byrja í hjarta varnarinnar á þriðjudaginn.

„Jón Guðni er í miklum metum hjá þjálfurunum og ég held að það sé klárt að hann muni spila, Ari er tæpur og Hörður Björgvin getur spilað hafsent. Ég tel samt líklegast að Hólmar (Örn Eyjólfsson) spili í miðverðinum," segir Magnús.

Hægt er að hlusta á vangavelturnar í Innkastinu en þar er einnig talað um að búast megi við einhverjum breytingum framar á vellinum einnig.
Innkastið - Tapað fyrir Englandi á vítapunktinum
Athugasemdir
banner
banner