Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. september 2022 10:07
Elvar Geir Magnússon
Hallbera undrast fréttaflutning - „Jahérnahér"
Icelandair
Hallbera Guðný Gísladóttir.
Hallbera Guðný Gísladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir viðtali við Vísi að samkvæmt vinnureglu sem stjórn KSÍ samþykkti síðastliðið haust sé áfengi nú almennt ekki veitt í keppnisferðum en á því sé gerð undanþága þegar frábær, íþróttalegur árangur náist.

Sæti á HM fellur undir þá skilgreiningu og því verði áfengi veitt „í hóflegu magni" ef kvennalandsliðið tryggir sér sæti á HM í kvöld. Þá þarf leikurinn gegn Hollandi, sem hefst 18:45, að enda með sigri Íslands eða jafntefli.

Tveir landsliðsþjálfarar hafa orðið að víkja í kjölfar áfengisneyslu í landsliðsferðum. Það eru Eiður Smári Guðjohnsen sem var aðstoðarlandsliðsþjálfari karla og Jón Þór Hauksson sem var þjálfari kvennalandsliðsins á undan Þorsteini Halldórssyni.

Hallbera Guðný Gísladóttir, sem lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í sumar, undrast fréttaflutning um mögulega áfengisneyslu.

„Á mögulega stærsta leikdegi kvennalandsliðsins frá upphafi er eðlilega verið að skrifa frétt um það hvort fullorðið fólk ætli sér virkilega að skála í kampavíni ef það kemst á HM í fyrsta skipti. Jahérnahér…" skrifaði Hallbera á Twitter.

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby og fyrrum landsliðsþjálfari, svarar Hallberu: „Ég verð brjálaður ef það verður kampavín. Það er spilað í Hollandi. Það skal skála í Heineken."


Athugasemdir
banner
banner
banner