Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. september 2022 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Ísland grátlega nálægt því að komast beint á HM - Umspil framundan
Icelandair
Sandra Sigurðardóttir var mögnuð í marki Íslands
Sandra Sigurðardóttir var mögnuð í marki Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Holland 1 - 0 Ísland
1-0 Stefanie van der Gragt ('93 )
Lestu um leikinn

Íslenska kvennalandsliðið þarf að fara í umspil um sæti á HM eftir að hafa tapað fyrir Hollandi í kvöld, 1-0, í Utrecht. Sigurmark Hollendinga kom seint í uppbótartíma.

Ísland byrjaði leikinn ágætlega og gekk þetta upp fyrstu mínúturnar áður en Holland fór að stýra ferðinni.

Liðið átti nokkur ágætis færi áður en stórskotahríðin hófst. Danielle van de Donk átti skot sem hafnaði í þverslá áður en Sandra Sigurðardóttir varði skalla frá Jill Roord.

Næst fengu heimakonur algjört dauðafæri er van de Donk fékk boltann í teignum og skaut beint á Söndru sem varði áður en Guðný Árnadóttir bjargaði á línu. Ótrúlegt hvernig boltinn fór ekki inn fyrir línuna.

Renate Jansen var næst í röðinni. Hún átti fínasta skot sem hafnaði einnig í þverslá og þá varði Sandra þriðja skotið í slá undir lok fyrri hálfleiksins.

Hollenska liðið hélt áfram að búa sér til hálf færi í þeim síðari en ekkert gekk upp.

Hættulegasta færi Íslands kom á 73. mínútu. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti fyrirgjöf frá hægri og á Sveindísi sem þurfti bara að pota boltanum í markið en hún hitti ekki boltann. Þetta hefði gert út um vonir Hollands.

Fimm mínútum síðar kom enn ein tilraun Hollands í tréverkið og það eftir hornspyrnu. Sandra varði fyrst skot sem fór í hornspyrnu og svo komu heimakonur honum í stöng eftir hornið.

Vivianne Miedema kom sér í kjörið tækifæri á 83. mínútu er hún fór framhjá tveimur varnarmönnum áður en hún lét vaða en Sandra enn og aftur að bjarga íslenska liðinu. Ótrúleg frammistaða hjá henni.

Hollenska liðið varð orðið þreytt í restina og með slakar fyrirgjafir sem ekkert varð úr en því miður datt boltinn í netið.

Þegar rúmar tvær mínútur voru búnar af uppbótartíma kom fyrirgjöf frá vinstri sem Stefanie van der Gragt skallaði í fjærhornið.

Grátleg úrslit en þvílík frammistaða frá liðinu. Baráttan og vinnslan á liðinu var mögnuð en þá er það bara að fara aðra leið og það er í gegnum umspilið. Ísland fer í aðra umferð í umspili í október og spilar þar einn leik en dregið verður á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner