Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 06. september 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karl Friðleifur spáir í 21. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Karl Friðleifur.
Karl Friðleifur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndband á miðlana.
Myndband á miðlana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurmark frá Bjarna í Grafarvogi.
Sigurmark frá Bjarna í Grafarvogi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun hefst næstsíðasta umferð í Lengjudeildinni og er spennan í efri hlutanum gífurlega mikil. Hvaða lið fer beint upp? Hvaða fjögur lið fara í umspil? Í fallbaráttunni er svo spurning hvort að Grótta eða Þór fylgi Dalvík/Reyni niður um deild.

Umferðin hefst með nágrannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur á morgun og svo fara hinir fjórir leikirnir fram á sunnudag.

Karl Friðleifur Gunnarsson er spámaður umferðarinnar. Hann er leikmaður Víkings í Bestu deildinni. Hann fylgir á eftir Kjartani Kára Halldórssyni sem var með tvo leiki rétta í síðustu umferð.

Njarðvík 1 - 2 Keflavík (lau 16:15)
Nágrannaslagur á Ljósanótt. Kárarnir sjá um markaskorun í þessum leik. Kári Vilberg setur 1 fyrir Njarðvík og Kári Sigfússon setur 2 og póstar tiktok video af sigrinum.

ÍBV 3 - 0 Grindavík (sun 14:00)
Sverrir Hjalt með flugeldasýningu og setur þrennu takk fyrir.

Fjölnir 3 - 2 Afturelding (sun 14:00)
Rosalegur leikur í Grafarvoginum. Bjarni Þór Hafstein setur sigurmarkið.

Þór 5 - 0 Dalvík/Reynir (sun 14:00)
Aron Einar Gunnarsson effect.

Þróttur 1 - 3 Leiknir (sun 14:00)
Ósvald Jarl verður með sýningu fyrir okkur. Leggur upp 2 mörk og setur eitt mark úr efstu hillu.

ÍR 1 - 4 Grótta (sun 14:00)
Mínir menn þurfa að treysta á að ég hafi rangt fyrir mér með leikinn fyrir norðan. Addi Bomba og Melsarinn setja báðir 2 mörk og Kristófer Orri leggur upp öll mörkin.

Fyrri spámenn:
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Jón Gísli Eyland (4 réttir)
Kristinn Pálsson (4 réttir)
Úlfur Ágúst (3 réttir)
Árni Marinó (3 réttir)
Arnór Ingvi (3 réttir)
Kjartan Kári (2 réttir)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (2 réttir)
Daníel Hafsteins (2 réttir)
Bjarki Steinn (2 réttir)
Jakob Gunnar (2 réttir)
Adam Páls (2 réttir)
Ástbjörn Þórðarson (2 réttir)
Gunnar Malmquist (2 réttir)
Gummi Magg (1 réttur)
Bomban (1 réttur)
Már Ægisson (1 réttur)
Baldvin Borgarsson v2 (1 réttur)
Ívar Árnason (1 réttur)
Baldvin Borgarsson og Benedikt Bóas (0 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan er í deildinni.
Innkastið - Víkingur vann veika Valsmenn og spjót beinast að Túfa
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner