UEFA hefur sektað fótboltasambönd Írlands og Englands eftir að stuðningsmenn liðanna bauluðu á þjóðsöngvana þegar liðin mættust í Þjóðadeildinni í september.
Leikurinn var fyrsti landsleikur Írlands undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.
Leikurinn var fyrsti landsleikur Írlands undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.
Enska sambandið fékk 12.500 evru sekt en það írska 10 þúsund. Ástæðan fyrir því að England fékk hærri sekt er að stuðningsmenn liðsins höfðu áður baulað á þjóðsöng.
Ofan á þetta fékk írska sambandið aðra 10 þúsund evru sekt fyrir notkun á blysum og 5 þúsund evru sekt þar sem vallargestur hljóp inn á keppnisvöllinn.
England vann leikinn gegn Írland 2-0 með mörkum frá Jack Grealish og Declan Rice.
Athugasemdir