Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 07. janúar 2021 13:50
Elvar Geir Magnússon
Fer Pedri með spænska landsliðinu á EM?
Pedri er feikilega spennandi leikmaður.
Pedri er feikilega spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar halda ekki vatni yfir Pedri, 18 ára miðjumanni Barcelona, sem hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.

Hann skoraði og átti frábæran leik í sigri Börsunga gegn Athletic Bilbao í gær.

Hlutirnir hafa hróast hratt hjá Pedri síðan hann kom til Barcelona frá Las Palmas. Hann virðist vera með hausinn algjörlega rétt skrúfaðan á, með frábært hugarfar og einbeittur á að bæta sig sem fótboltamaður.

Diario Sport veltir því fyrir sér hvort Pedri gæti spilað fyrir spænska landsliðið á EM í sumar. Leikstíll hans hentar vel stíl Luis Enrique landsliðsþjálfara sem er alltaf tilbúinn að gefa ungum leikmönnum tækifæri.

Pedri er gríðarlega hæfileikaríkur, frábær með boltann en einnig mjög agaður án hans. Spilamennska hans einkennist af hæfileikum, hraða og vinnusemi.

Barcelona keypti Pedri á 5 milljónir evra en hann er skyndilega metinn á um 100 milljónir evra.


Athugasemdir
banner
banner
banner