Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 15:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mainoo óvænt orðaður í burtu frá Man Utd
Kobbie Mainoo.
Kobbie Mainoo.
Mynd: Getty Images
Kobbie Mainoo er óvænt orðaður við brottför frá Manchester United í Daily Mail í dag en þar segir að Chelsea leiði kapphlaupið um hann.

Mainoo hefur verið í samningaviðræðum við Man Utd en þær hafa ekki gengið sérlega vel.

Samkvæmt Mail er Chelsea í kjörstöðu ef Man Utd tekst ekki að endursemja við Mainoo.

Hinn 19 ára gamli Mainoo er samningsbundinn United til 2027 en félagið vill gera lengri samning við hann.

Mainoo er sagður áhyggjufullur yfir stöðu félagsins en Man Utd er að berjast í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar.

Mainoo er einn efnilegasti leikmaður Englendinga og gríðarlega spennandi miðjumaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner