Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Myndir: Stjörnur dagsins í dag mættust í 5. flokki fyrir 11 árum
Ísak Bergmann, Hákon Arnar og Anton Logi í baráttunni.
Ísak Bergmann, Hákon Arnar og Anton Logi í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna í janúar eru liðin 11 ár síðan Breiðablik og ÍA mættust í 5. flokki karla í Landsbankamótinu. Leikið var í Fífunni í Kópavogi en það sem er merkilegt við þennan leik er sá fjöldi leikmanna sem hafa vakið athygli með meistaraflokki síðan þá.

Í liði Breiðbliks í þessum leik voru Danijel Dejan Djuric leikmaður Víkings, Anton Logi Lúðvíksson sem spilar með Haugesund í Noregi og U21 landsliðinu og landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson sem spilar með Ajax í Hollandi.

Í liði ÍA voru landsliðsmennirnir Ísak Bergmann Jóhannesson (Fortuna Düsseldorf) og Hákon Arnar Haraldsson (Lille.

Með þessari frétt fylgja nokkrar myndir af stjörnum framtíðarinnar í 5. flokki árið 2011.
Athugasemdir
banner
banner
banner