Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 19:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið kvöldsins: Bruno Fernandes byrjar - Maguire á bekknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveir leikir hefjast klukkan 20:15 i úrvalsdeildinni í kvöld. Darren Fletcher stýrir Man Utd gegn Burnley á Turf Moor.

Bruno Fernandes fer beint í byrjunarliðið hjá Man Utd en hann hefur misst af síðustu þremur leikjum vegna meiðsla. Hann kemur inn fyrir Leny Yoro sem þýðir að Man Utd fer væntanlega í fjögurra manna varnarlínu.

Harry Maguire er á bekknum en hann hefur verið fjarverandi í tvo mánuði.

Maxime Esteve og Marcus Edwards koma inn í lið Burnley ásamt Hannibal, fyrrverandi leikmanni United, sem kemur beint inn í liðið eftir að Túnis lauk keppni í Afríkukeppninni.

Nick Woltemade og Harvey Barnes koma inn í lið Newcastle sem mætir Leeds. Yoane Wissa og Jacob Murphy setjast á bekkinn. Joe Rondon snýr aftur í lið Leeds eftir meiðsli og Ethan Ampadu hefur tekið út leikbann. Sebastiaan Bornauw og Noah Okafor setjast á bekkinn.

Burnley: Dubravka, Walker, Esteve, Laurent, Humphreys, Pires, Florentino, Ugochukwu, Edwards, Hannibal, Broja,

Man Utd: Lammens; Dalot, Heaven, Martinez, Shaw; Ugarte, Casemiro; Dorgu, Fernandes, Cunha; Sesko.
Varamenn: Bayindir, Maguire, Mainoo, Mount, Malacia, Yoro, J Fletcher, Lacey, Zirkzee.


Newcastle: Pope, Miley, Thiaw, Schar, Hall, Guimaraes, Tonali, Joelinton, Barnes, Woltemade, Gordon.
Varamenn: Ramsdale, Trippier, Botman, Wissa, Livramento, J Murphy, Willock, A Murphy, Ramsey.

Leeds: Perri, Justin, Gudmundsson, Rodon, Bijol, Struijk, Ampadu, Gruev, Stach, Aaronson, Calvert-Lewin.
Varamenn: Darlow, Byram, Bornauw, Tanaka, Harrison, Gnonto, Okafor, Piroe, Nmecha.
Athugasemdir
banner
banner