Darren Fletcher sagðii frá því að Sir Alex Ferguson hafi verið fyrsti maðurinn sem hann heyrði í eftir að hann fékk það verkefni að stýra Man Utd gegn Burnley í kvöld.
Ruben Amorim var rekinn frá Man Utd á dögunum eftir aðeins 14 mánuði í starfi.
Fletcher mun stýra liðinu þangað til félagið finnur bráðabirgðastjóra út leiktíðina. Jonny Evans verður honum til aðstoðar. Fletcher ræddi við Sir Alex, goðsögn hjá Man Utd, áður en hann tók við.
„Ég vil ekki taka neinar ákvarðanir án þess að tala við Sir Alex. ég hef gert það siðan ég kom og fór frá félaginu, varðandi hvað sem er," sagði Fletcher.
„Ég á mjög gott samband við Sir Alex, hann var líklega sá fyrsti sem ég hringdi í. Ég vildi tala við hann fyrst. Ég vildi aðallega fá hans blessun, til að vera algjörlega hreinskilinn þá á hann það skilið."
„Ég vildi ræða þetta við hann, hvað honum finnst, hann studdi mig og tók undir mínar hugmyndir. Ég hef alltaf sagt að það er þitt verk að gera þitt besta fyrir Man Utd. Þegar þú starfar hjá félaginu gerir þú þitt besta. Það er magnað þegar hann segir eitthvað sem ég reyni að lifa eftir og trúa á hverjum degi. Það er huggandi fyrir mig að hann segi þetta," sagði Fletcher að lokum.
Athugasemdir




