Darren Fletcher stýrir Man Utd til bráðabirgða eftir að Ruben Amorim var rekinn á dögunum. Fletcher stýrir liðinu gegn Burnley í kvöld.
Rene Meulensteen, fyrrum aðstoðarþjálfari Sir Alex Ferguson, hefur trú á því að Fletcher muni gera góða hluti en Fletcher spilaði með Man Utd undir stjórn Sir Alex og Meulensteen.
Rene Meulensteen, fyrrum aðstoðarþjálfari Sir Alex Ferguson, hefur trú á því að Fletcher muni gera góða hluti en Fletcher spilaði með Man Utd undir stjórn Sir Alex og Meulensteen.
„Það þarf ekki mikið til að laga þetta. Það þarf bara að setja leikmenn í kerfi sem þeir geta nýtt styrkleika sína í og það getur gerst mjög, mjög fljótt," sagði Meulensteen.
„Kostirnir við að Darren Fletcher taki við sem bráðabirgðastjóri eru tveir eða þrír. Hann þekkir félagið. Hann hefur verið undir mjög farsælum þjálfara svo hann veit hvernig það lítur út og hann hefur líka verið í menningu sem er ekki farsæl, svo hann veit hvað er að og hvað þarf að laga til skamms tíma.
Athugasemdir


