Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 15:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar Jónas æfir með Fram
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Gunnar Jónas Hauksson æfir með Fram þessa dagana en óvíst er hvar hann mun spila á næsta tímabili. Hann er 26 ára fjölhæfur leikmaður sem getur spilað sem bakvörður, kantmaður og á miðsvæðinu.

Gunnar Jónas hefur með Vestra undanfarin tvö tímabil og varð bikarmeistari með liðinu á liðnu tímabili.

Samningur hans við Vestra rann út eftir síðasta tímabil og hefur hann verið orðaður við Njarðvík, Gróttu, Þór og áframhaldandi veru hjá Vestra.

Fram endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili.

Það verður fróðlegt að sjá hvar Gunnar Jónas spilar á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner