Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 13:00
Elvar Geir Magnússon
Ósáttur með yfirmenn sína og neitaði að mæta í viðtöl
Það er ólga bak við tjöldin hjá Rómverjum.
Það er ólga bak við tjöldin hjá Rómverjum.
Mynd: EPA
Gian Piero Gasperini, þjálfari Roma á Ítalíu, í neitaði að mæta í viðtöl eftir 2-0 sigur gegn Lecce í gær. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum var hann með því að mótmæla frammistöðu yfirmanna sinna á leikmannamarkaðnum.

Gasperini hefur mikið talað um þörf Roma á að styrkja sig í núna janúarglugganum. Félagið hefur verið orðað við framherjana Giacomo Raspadori hjá Atletico Madrid og Joshua Zirkzee hjá Manchester United. Viðræður hafa hinsvegar gengið hægt.

Fyrir leikinn sagði framkvæmdastjórinn Frederic Massara að það væri ekki nauðsynlegt fyrir Roma að fá inn sóknarmann og þau ummæli lögðust ekki vel í Gasperini.

Evan Ferguson og Artem Dovbyk skoruðu mörk Roma í gær en Gasperini telur að Roma þurfi að fá inn öflugri sóknarmann.

Corriere dello Sport segir að Gasperini muni í dag funda með einum af eigendum Roma, Ryan Friedkin, um stöðuna og leikmannamarkaðinn.

Roma er í fimmta sæti ítölsku A-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá Inter sem er á toppnum.

Ítalski boltinn er hjá Livey
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 18 14 0 4 40 15 +25 42
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 18 12 2 4 28 15 +13 38
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Atalanta 19 7 7 5 23 19 +4 28
8 Bologna 18 7 5 6 25 19 +6 26
9 Lazio 19 6 7 6 20 16 +4 25
10 Udinese 19 7 4 8 20 30 -10 25
11 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
12 Torino 19 6 5 8 21 30 -9 23
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 18 4 6 8 12 21 -9 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 19 2 7 10 20 30 -10 13
19 Verona 18 2 7 9 15 30 -15 13
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner
banner
banner