Football Insider greinir frá því að franska stórliðið Paris St-Germain fylgist glögglega með stöðu Marcus Rashford hjá Barcelona. Enski framherjinn er hjá Börsungum á láni frá Manchester United.
Rashford, sem er 28 ára, hefur skilað sex mörkum og sjö stoðsendingum í átján leikjum á Spáni.
Barcelona er með klásúlu um að geta keypt Rashford á 35 milljónir evra og virðist tilbúið að virkja hana. PSG er þó í startholunum ef ekkert verður úr því. Hendur Börsunga eru bundnar af fjárhagslegum ástæðum.
Rashford, sem er 28 ára, hefur skilað sex mörkum og sjö stoðsendingum í átján leikjum á Spáni.
Barcelona er með klásúlu um að geta keypt Rashford á 35 milljónir evra og virðist tilbúið að virkja hana. PSG er þó í startholunum ef ekkert verður úr því. Hendur Börsunga eru bundnar af fjárhagslegum ástæðum.
PSG hefur áhuga á að bæta Rashford við leikmannahóp sinn næsta sumar.
Rashford hefur sagst vilja vera áfram hjá Barcelona en mögulegt er þó talið núna að hann snúi aftur til Manchester United þar sem Rúben Amorim er horfinn á braut.
Franski boltinn er hjá Livey
Athugasemdir



