Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 14:55
Elvar Geir Magnússon
Stefán Teitur kveður Preston og semur við Hannover
Stefán Teitur er á leið í læknisskoðun.
Stefán Teitur er á leið í læknisskoðun.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er að kveðja enska B-deildarfélagið Preston North End.

The Lancashire Evening Post greinir frá því að miðjumaðurinn sé í Þýskalandi á leið í læknisskoðun hjá þýska B-deildarliðinu Hannover 96.

Stefán Teitur er 27 ára og er sagt að kaupverðið sé í kringum 800 þúsund pund eða 137 milljónir íslenskra króna.

Stefán var keyptur á svipaða upphæð til Preston frá danska félaginu Silkeborg 2024.

Hann hefur spilað 64 leiki fyrir Preston, skorað þrjú mörk og átt þrjár stoðsendingar. Hann var í stóru hlutverki á síðasta tímabili en hefur ekki fengið eins mikinn spiltíma á þessu tímabili.

Hannover situr í 5. sæti B-deildarinnar, fjórum stigum frá umspilssæti.
Athugasemdir
banner