Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   mið 07. janúar 2026 15:21
Elvar Geir Magnússon
Stóð eins og stytta í gegnum alla leiki Kongó
Lifandi styttan Mboladinga.
Lifandi styttan Mboladinga.
Mynd: EPA
Áhugaverðasti stuðningsmaður Afríkukeppninnar í Marokkó heitir Michel Kuka Mboladinga og er stuðningsmaður Kongó. Í gegnum alla leiki liðsins í keppninni stóð hann grafkyrr í stúkunni og lék styttu.

Þetta gerði hann til heiðurs Patrice Lumumba, sjálfstæðisleiðtogans sem var fyrsti lýðræðislega kjörni forsætisráðherra Kongó. Hann var myrtur 1960, stuttu eftir að Kongó hlaut sjálfstæði.

Kongó féll úr leik eftir framlengdan leik gegn Alsír í 16-liða úrslitum í gær og Mboladinga stóð hreyfingarlaus í 120 mínútur.

Þetta er ekkert nýtt hjá Mboladinga en hann hefur leikið styttu á landsleikjum þjóðar sinnar síðan 2013. Umrædda styttu sem hann leikur eftir má finna í höfuðborg Kongó.


Athugasemdir
banner
banner