Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 07. janúar 2026 12:12
Elvar Geir Magnússon
Varnarmaður Celta Vigo orðaður við ensk félög
Mynd: EPA
Oscar Mingueza, varnarmaður spænska félagsins Celta Vigo, er orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni.

Newcastle United hefur boðist möguleiki á að kaupa hann og þá eru Aston Villa og West Ham einnig að skoða málin.

Mingueza er 26 ára og getur bæði spilað sem miðvörður og sem bakvörður.

Samningur hans við Celta Vigo rennur út í sumar en félagið er að reyna að selja hann fyrir um 8 milljónir punda í þessum glugga.

Spænski boltinn er hjá Livey
Athugasemdir