Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 07. febrúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Juve kíkir til Salerno
Mynd: EPA

Síðasti leikur 21. umferðar ítalska deildartímabilsins fer fram í kvöld þegar Salernitana tekur á móti Juventus.


Ástandið hjá Juventus er ekki gott eftir að upp komst um alvarleg lagabrot stjórnenda félagsins. Búið er að draga 15 stig af Juve en málið er enn í ferli og gæti endað talsvert verr fyrir stórveldið.

Juve gæti verið dæmt niður um deild í annað sinn á þessari öld ef allt fer á versta veg fyrir félagið.

Juve er um miðja deild eftir að hafa hlotið fyrsta part refsingarinnar, með 23 stig úr 20 umferðum. Salernitana er með 21 stig og er sjö stigum frá fallsvæðinu.

Leikur kvöldsins:
19:45 Salernitana - Juventus (Stöð 2 Sport 4)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 36 23 9 4 57 27 +30 78
2 Inter 36 23 8 5 75 33 +42 77
3 Atalanta 36 21 8 7 73 32 +41 71
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 36 18 9 9 51 34 +17 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 36 17 8 11 54 37 +17 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 36 10 14 12 39 42 -3 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 36 9 13 14 32 45 -13 40
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 31 64 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Venezia 36 5 14 17 30 50 -20 29
18 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
19 Lecce 36 6 10 20 25 58 -33 28
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner
banner