Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
   fös 07. febrúar 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einar Karl heim í FH (Staðfest)
Einar Karl Ingvarsson.
Einar Karl Ingvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson hefur fengið félagaskipti heim í FH eftir að hafa leikið með Grindavík síðustu ár.

Einar Karl hefur verið að æfa með FH upp á síðkastið og einnig spilað æfingaleiki með liðinu.

Einar Karl, sem er 31 árs, er uppalinn hjá FH en hann lék með Val frá 2015 til 2020. Svo fór hann í Stjörnuna og þaðan Í Grindavík fyrir tímabilið 2023.

Síðastliðið sumar spilaði hann 22 leiki með Grindavík í Lengjudeildinni og skoraði þrjú mörk.

Grindavík ræddi við hann um að leika áfram með liðinu og þá var hann orðaður við Aftureldingu og Val en hann hefur nú fengið félagaskipti heim í FH.
Athugasemdir
banner
banner