Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 07. mars 2021 13:24
Aksentije Milisic
Ítalía: Rómverjar áfram á sigurbraut
Mynd: Getty Images
Roma 1 - 0 Genoa
1-0 Gianluca Mancini ('24 )

Fyrsti leikur dagsins í Serie A deildinni á Ítalíu fór fram í Róm þar sem heimamenn í Roma fengu Genoa í heimsókn.

Roma er í mjög harðri baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og er pakkinn í kringum þau sæti mjög þéttur. Genoa er um miðja deild.

Aðeins eitt mark var skorað í þessum leik og það gerði miðvörðurinn öflugi Gianluca Mancini á 24. mínútu leiksins eftir undirbúning frá fyrirliðanum Lorenzo Pellegrini.

Með þessum sigri fer Roma tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar en Atalanta á leik til góða.

Aðrar góðar fréttir fyrir Roma voru þær að Chris Smalling er klár í slaginn á nýjan leik eftir meiðsli en hann lék allan leikinn í vörn Rómverja í dag.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 35 28 5 2 81 19 +62 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 35 17 13 5 49 27 +22 64
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 35 17 5 13 45 37 +8 56
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 35 11 14 10 31 31 0 47
11 Monza 35 11 12 12 38 46 -8 45
12 Genoa 34 10 12 12 38 40 -2 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 59 -23 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 35 7 8 20 41 70 -29 29
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner