Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   sun 07. júní 2015 13:28
Magnús Már Einarsson
Birkir spilar ekki seinni umspilsleikinn - Kemur til Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason verður ekki með Pescara í síðari leik liðsins gegn Bologna í umspili um sæti í Serie A.

Birkir spilaði fyrri leikinn á heimavelli Pescara á föstudag en þar varð niðurstaðan markalaust jafntefli.

Íslenska landsliðið kemur saman á morgun fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum á föstudag. Birkir mætir til Íslands á morgun og verður því ekki með Pescara á þriðjudag en íslenska landsliðiið gengur fyrir þar sem landsleikjavika er framundan.

„Hann kemur á morgun. Við nýttum okkar rétt," sagði Heimir Hallgrímsson annar af landsliðsþjálfurum Íslands við Fótbolta.net í dag.

„Auðvitað erum við að taka stóran og mikilvægan leik af honum en við verðum að halda með okkur."

Ísland mætir Tékklandi klukkan 18:45 á laugardaginn en með sigri getur Ísland komist í toppsæti riðilsins.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner