fim 07. júlí 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leeds kaupir Sinisterra frá Feyenoord (Staðfest)
Mynd: EPA
Leeds hefur gengið frá kaupum á kólumbíska vængmanninum Luis Sinisterra frá Feyenoord.

Sinisterra er 23 ára gamall og skoraði 23 mörk og lagði upp fjórtán mörk í 45 leikjum á síðasta tímabili. Hann spilar oftast á vinstri kantinum.

Kaupverðið er óuppgefið en er talið vera um 22 milljónir punda og Sinisterra skrifar undir fimm ára samning við enska félagið.

Feyenoord keypti Sinisterra frá Kólumbíu árið 2018 og stimplaði hann sig almennilega ía aðallið hollenska félagsins tímabilið 2019/20.

Í vor var hann valinn besti ungi leikmaður ársins í Sambandsdeildinni þar sem Feyenoord fór alla leið í úrslit.

Sinisterra er sjötti leikmaðurinn sem Leeds krækir í sumar. Brenden Aaronson, Tyler Adams, Darko Gyabi, Rasmus Kristensen og Marc Roca eru einnig mættir til Leeds.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner