Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. september 2020 18:31
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirlýsing frá Foden: Ég tók slæma ákvörðun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Phil Foden er búinn að gefa yfirlýsingu frá sér í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar vegna hegðunar hans og Mason Greenwood á Íslandi.

Þeir buðu íslenskum stelpum upp á hótel til sín, þvert gegn sóttvarnarreglum vegna Covid-19.

Upp komst um málið vegna þess að stelpurnar tóku myndbönd og birtu á SnapChat. Þaðan var myndböndunum deilt áfram og enduðu þau í höndum fjölmiðla og lögreglu.

Greenwood og Foden voru sektaðir af íslensku lögreglunni fyrir athæfi sitt og fá ekki að fara með enska landsliðinu til Danmerkur. Englendingar eru hneykslaðir á hegðun ungstirnanna sinna.

„Ég vil biðjast afsökunar á hegðun minni á Íslandi. Ég vil biðja Gareth Southgate, liðsfélagana, starfsliðið, stuðningsmennina, félagið mitt og fjölskyldu mína afsökunar," segir í yfirlýsingu Foden, sem á tveggja ára barn með kærustu sinni á Englandi.

Foden og Greenwood spiluðu báðir sinn fyrsta A-landsleik fyrir England í gær.

„Ég fylltist stolti þegar Gareth kallaði mig upp í landsliðshópinn. Það eru ótrúleg forréttindi að fá að klæðast landsliðstreyjunni. Það er mjög sárt að missa af ferðinni til Danmerkur.

„Ég er ungur leikmaður sem á eftir að læra margt. Ég tók slæma ákvörðun. Ég mun læra verðmæta lexíu af þessum mistökum og ég óska Gareth og restinni af liðinu góðs gengis í vikunni."


Foden hefur spilað 74 leiki fyrir stórlið Manchester City þrátt fyrir að vera aðeins 20 ára gamall.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner