banner
   mið 07. september 2022 19:20
Aksentije Milisic
Leik hjá Brighton frestað vegna verkfalls
Mynd: EPA

Brighton setti fram tilkynningu í dag en þar kemur fram að leik liðsins gegn Crystal Palace þann 17. september hafi verið frestað vegna fyrirhugaðs verkfalls starfsmanna breska lestarkerfisins.


„Báðir klúbbarnir vildu að leikurinn myndi fara fram á réttum tíma og það hafa staðið yfir viðræður og allt gert til þess að leikurinn færi fram þann 17. september. Það var talað við lögregluna, neyðarþjónustur, Crystal Palace, stofnanir og fleira,"  sagði Paul Barber, framkvæmdarstjóri Brighton.

„Eftir þessar viðræður var niðurstaðan sú að fresta leiknum. Við mátum vandlega alla þætti og það var stuðningur frá úrvalsdeildinni að fresta leiknum."

„Við vitum að þetta mun valda aðdáendum vonbrigðum og mun þetta trufla leikjadagskránna hjá báðum liðum. En það verður að setja öryggi allra í forgrunn."

Brighton hefur farið vel af stað í deildinni en liðið er í 14. sæti deildarinnar á meðan Crystal Palace er í því fimmtánda.


Athugasemdir
banner
banner
banner