Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 07. október 2020 10:48
Magnús Már Einarsson
Hamren: Þurfum að vera agaðir en hafa líka hugrekki
Icelandair
Erik Hamren.
Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er undanúrslitaleikur í umspili á morgun. Þetta er leikur sem við höfum beðið eftir frá því í nóvember í fyrra. Við erum klárir og okkur hlakkar til leiksins. Það er frábær tilfinning og andi í liðinu. Ég hlakka virkilega til leiksins," sagði Erik Hamren landsliðsþjálfari á fréttamannafundi í dag.

Ísland mætir Rúmeníu annað kvöld í umspili um sæti á EM en sparkað verður til leiks á Laugardalsvelli klukkan 18:45.

Rúmenía er í 34. sæti á heimslista FIFA en Ísland er í 41. sæti.

„Ég reikna með jöfnum leik. Þetta eru tvö lið sem eru nálægt hvor öðru á heimslistanum og þetta eru tvö lið sem vilja vinna," sagði Hamren.

„Liðið sem gerir ekki stór mistök og liðið sem verður öflugt í færanýtingu mun vinna. Við þurfum að vera agaðir en við þurfum líka að hafa hugrekki til að spila svona leik."

„Við erum með reynslumikla leikmenn sem hafa oft verið í þessari stöðu og við erum með lið sem hefur gert þetta oft áður. Ég er nokkuð viss um að við munum skila góðri frammistöðu á morgun. Við þurfum á því að halda. Þetta mun ráðast á smáatriðum þar sem þetta er 50/50 leikur. Það er markmið okkar að vinna."

Athugasemdir
banner
banner
banner