Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mán 07. október 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gyða Kristín framlengir við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gyða Kristín Gunnarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna. Samningurinn gildir út árið 2027.


Gyða er uppalin i Stjörnunni en hún spilaði sinn fyrsta leik í Meistaraflokki árið 2018. Síðan þá eru leikirnir orðnir 137 talsins og mörkin 25.

Hún lék 21 leik í Bestu deildinni í sumar þar sem Stjarnan endaði í efsta sæti í neðri hlutanum. Hún á tvo landsleiki að baki fyrir u23 og einn fyrir A-landsliðið.

„Félagið hefur mikla trú á Gyðu og er ánægt að tryggja sér þjónustu hennar til lengri tíma," segir í tilkynningu frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner