 
                                                                                        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Dregið var í riðla í undankeppnum hjá bæði U19 landsliði kvenna og U17 landsliði kvenna í dag.
                
                
                                    Dregið hefur verið í seinni umferð undankeppni EM 2023 hjá U19 kvenna.
Ísland er í A deild undankeppninnar og verður í riðli með Danmörku, Svíþjóð og Úkraínu í seinni umferð hennar. Það lið sem lendir í efsta sæti riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni, en hún fer fram í Belgía næsta sumar.
Riðillinn verður leikinn í apríl í Danmörku.
U17 kvenna mætir Lúxemborg og Albaníu í B deild undankeppni EM 2023. Leikið er eftir Þjóðadeildarfyrirkomulagi í undankeppninni, en Ísland féll niður í B deild eftir fyrstu umferð undankeppninnar í haust.
Því er ljóst að liðið getur ekki unnið sér sæti í úrslitakeppninni næsta sumar, en takist liðinu að vinna riðilinn í vor fer það upp í A deild fyrir undankeppni EM 2024.
Leikið verður í Albaníu í mars næstkomandi.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                