Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 07. desember 2023 11:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benoný hafnaði Gautaborg
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Benoný Breki Andrésson, leikmaður KR, hefur síðustu vikur sterklega verið orðaður við sænska félagið Gautaborg.

Gautaborg var búið að fá samþykkt kauptilboð í framherjann efnilega en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hafnaði Benoný samningstilboði frá Gautaborg.

Athygli var vakin á því í morgun í Göteborgs-Posten að Benoný yrði ekki leikmaður félagsins og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er það vegna þess að Benoný hafnaði sænska félaginu.

Benoný fékk leyfi frá KR til að fara til Svíþjóðar og varð niðurstaðan að hann verður ekki leikmaður félagsins.

Hann er átján ára framherji sem skoraði níu mörk í Bestu deildinni í sumar, þar af fimm mörk í úrslitakeppninni. Hann gekk í raðir KR frá ítalska félaginu Bologna snemma á þessu ári.

Hann á að baki fjórtán leiki fyrir yngri landsliðin og hefur í þeim skorað fjögur mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner