Barcelona undirbýr tilboð í Lisandro Martinez - Curtis Jones orðaður við Inter - Camavinga orðaður við Arsenal og Liverpool
banner
   fim 07. desember 2023 09:48
Elvar Geir Magnússon
Táningur var hetja Brighton - „Held að ég hafi lokað augunum“
Roberto De Zerbi stjóri Brighton er duglegur við að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Í gær greip hinn átján ára gamli Jack Hinshelwood gæsina og skoraði sigurmark Brighton í 2-1 leik gegn Brentford.

Þetta var fyrsta mark hans fyrir aðalliðið og það kom í hans fyrsta heimaleik með liðinu.

Þetta var draumakvöld fyrir Hinshelwood en áhorfendur stóðu upp og klöppuðu fyrir honum þegar hann var tekinn af velli í lok leiksins. Strákurinn er af miklum Brighton ættum, langafi hans lék fyrir félagið og Adam faðir hans spilaði yfir 100 leiki fyrir það milli 2002 og 2009.

Sigurmark Hinshelwood skoraði hann með skalla eftir fyrirgjöf Pascal Gross.

„Ég sá boltann koma og þetta var frábært tækifæri til að gera árás á hann. Ég held að ég hafi lokað augunum, en boltinn endaði í netinu og það skiptir öllu máli. Tilfinningin var ólýsanleg,“ sagði Hinshelwood.

„Þetta var minn fyrsti leikur á Amex, fyrir framan alla þessa stuðningsmenn. Ég er í skýjunum með að ná markinu og stigunum þremur. Þetta er snilldar tillfining. Stuðningsmennirnir, stjórinn og liðsfélagarnir hafa sýnt mér mikla trú og ég reyni að borga það til baka."

Brighton situr í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner