Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fim 08. janúar 2026 13:26
Elvar Geir Magnússon
Dómararnir sem gáfu Alberti vítið settir í kælingu
Albert skoraði úr vítaspyrnunni umdeildu.
Albert skoraði úr vítaspyrnunni umdeildu.
Mynd: EPA
La Gazzetta dello Sport greinir frá því að dómararnir sem störfuðu á leik Lazio og Fiorentina í gær hafi verið sendir í kælingu og muni ekki starfa í næstu umferðum.

Simone Sozza aðaldómari og VAR dómararnir Ivano Pezzuto og Alessandro Prontera þóttu ekki standa sig vel í leiknum.

Vítaspyrnuákvarðanir þeirra í leiknum þóttu vafasamar. Lazio hefði átt að fá víti þegar Marin Pongracic togaði í treyju Mario Gila.

Þá fékk Albert Guðmundsson umdeilda vítaspyrnu. Sozza dæmdi ekki víti upphaflega en var sendur í skjáinn og skipti um skoðun. Að mati ítölsku dómaranefndarinnar var það röng ákvörðun hjá dómurum leiksins. - Hægt er að sjá atvikið hér að neðan

Albert tók sjálfur spyrnuna og kom Fiorentina yfir en Lazio jafnaði og 2-2 urðu lokatölur.



Ítalski boltinn er hjá Livey
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 18 14 0 4 40 15 +25 42
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 18 12 2 4 28 15 +13 38
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Atalanta 19 7 7 5 23 19 +4 28
8 Bologna 18 7 5 6 25 19 +6 26
9 Lazio 19 6 7 6 20 16 +4 25
10 Udinese 19 7 4 8 20 30 -10 25
11 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
12 Torino 19 6 5 8 21 30 -9 23
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 18 4 6 8 12 21 -9 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 19 2 7 10 20 30 -10 13
19 Verona 18 2 7 9 15 30 -15 13
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner
banner
banner