Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fim 08. janúar 2026 10:00
Kári Snorrason
Heimild: Rosenborg 
Framkvæmdastjóri Rosenborg: Alfreð gefur okkur það sem við höfum leitað að
Alfreð skrifaði undir samning til ársins 2030 við Rosenborg.
Alfreð skrifaði undir samning til ársins 2030 við Rosenborg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert hafði gengt stöðu tæknistjóra Breiðabliks í um eitt og hálft ár.
Albert hafði gengt stöðu tæknistjóra Breiðabliks í um eitt og hálft ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason hefur verið ráðinn sem nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá norska félaginu Rosenborg. Hann kemur til liðsins eftir að hafa starfað hjá Breiðabliki í um eitt og hálft ár sem tæknilegur ráðgjafi.

Í tilkynningu norska félagsins segir að í ferlinu hafi verið litið til hæfni, reynslu og skilningi á hlutverki í nútímalegu toppfélagi. Horft var til nokkurra kandídata en að lokinni greiningu stóð Alfreð upp úr.

Framkvæmdastjóri félagsins, Tore Berdal, hrósar Alfreð í hástert á heimasíðu Rosenborg.

„Í ferlinu höfum við fengið mjög góða mynd af Alfreð, bæði sem manneskju og hvað varðar faglega hæfni hans. Hann mun gefa okkur það sem við erum að leita að, þar sem Alfreð er mikill leiðtogi með skýra og sóknarsinnaða hugmyndafræði sem hann tekur með sér úr leikmannaferli sínum og námi sínu,“ segir framkvæmdastjórinn en Alfreð er með íþróttastjórnunargráðu úr Johan Cruyff skólanum á Spáni.

Þá segir Alfreð að hann sé spenntur fyrir komandi tímum: „Félagið hefur frábært orðspor í evrópskri knattspyrnu og er þekkt fyrir sóknarsinnaðan, hollenskan innblásinn leikstíl. Það var hluti af því sem heillaði mig þegar ég var beðinn um að vera kandídat í starfið.

Í ferlinu hef ég fengið góða mynd af félaginu og hvernig við munum saman byggja Rosenborg aftur upp á topp norskrar og alþjóðlegrar knattspyrnu. Ég hlakka til að leggja hart að mér á næstunni svo Alfred Johansson (þjálfari liðsins) og liðið hafi sem bestar aðstæður til að ná árangri á næsta tímabili,“
er haft eftir Alfreð.
Athugasemdir
banner
banner