Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mán 08. febrúar 2021 14:16
Elvar Geir Magnússon
Pogba frá í nokkrar vikur
Ole Gunnar Solskjær segir að Paul Pogba verði frá í nokkrar vikur eftir að hafa meiðst á læri gegn Everton.

Solskjær segir að það muni taka nokkrar vikur fyrir Pogba að jafna sig.

„Hann hefur verið okkur mikilvægur og við þurfum að fara varlega. Þetta tekur nokkrar vikur," sagði Solskjær.

Manchester United á bikarleik gegn West Ham á morgun og sagði Solskjær á fréttamannafundi að líklega yrði fyrirliðinn Harry Maguire hvíldur í þeim leik.
Athugasemdir
banner