Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 08. mars 2023 12:51
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag: Bruno mun áfram bera fyrirliðabandið
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: Getty Images
Einhverjir hafa kallað eftir því að Bruno Fernandes fái ekki að bera fyrirliðabandið aftur hjá Manchester United. Erik ten Hag stjóri liðsins ætlar hinsvegar ekki að breyta fyrirliðaskipuninni.

Harry Maguire er fyrirliði en þegar hann er á bekknum er það varafyrirliðinn Bruno Fernandes sem er með bandið.

Bruno fékk mikla gagnrýni fyrir spilamennsku og líkamstjáningu sína í 7-0 tapinu gegn Liverpool um síðustu helgi.

„Hann mun halda áfram að bera fyrirliðabandið. Hann hefur átt frábært tímabil og á stóran þátt í því hversu vel hefur gengið. Hann hefur jákvæð áhrif á liðið. Allir gera mistök og við lærum. Ég þarf að læra og hann mun læra einnig," segir Ten Hag.

„Hann er klókur leikmaður, ég er hæstánægður með að hafa hann sem leikmann okkar og hann er fyrirliði þegar Harry Maguire spilar ekki."

Ten Hag var spurður að því hvort leikmenn hans hefðu brugðist honum í leiknum gegn Liverpool?

„Nei. Við erum allir í sama báti, við vinnum saman og við töpum saman. Þetta var hörmulegt á sunnudag en við þurfum að vinna úr því," segir Ten Hag.

Manchester United mætir Real Betis á morgun í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner