Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   fös 08. mars 2024 16:34
Hafliði Breiðfjörð
Axel Óskar í KR (Staðfest)
Axel Óskar Andrésson er genginn í raðir KR.
Axel Óskar Andrésson er genginn í raðir KR.
Mynd: KR
KR staðfesti nú rétt í þessu að Axel Óskar Andrésson sé genginn í raðir félagsins. Hann gerir þriggja ára samning við félagið og kemur frá Örebro í Svíþjóð.

Axel Óskar er 26 ára gamall Mosfellingur sem steig sín fyrstu skref með Aftureldingu. Hann spilaði átta leiki í 2. deildinni 2014 áður en hann var seldur til Reading á Englandi.

Á fimm árum hans hjá Reading fór hann þrisvar á lán til Bath City, Torquay United og síðan Viking í Noregi, en hann fékk varanleg félagaskipti til Noregs eftir gott tímabil þar.

EInnig hefur hann spilað fyrir Riga í Lettlandi og nú síðast Örebro í sænsku B-deildinni, en hann rifti samningi sínum á dögunum og því frjálst að semja við önnur félög.

KR-ingar hafa verið duglegir við að styrkja hópinn á undirbúningstímabilinu. Alex Þór Hauksson, Aron Sigurðarson, og Hrafn Guðmundsson komu allir til félagsins eftir áramót sem og markmennirnir Guy Smit og Sam Blair.

Athugasemdir
banner
banner
banner