Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. maí 2021 16:42
Aksentije Milisic
3. deild: Höttur/Huginn lagði Sindra - Hrafnkell Freyr sá rautt gegn Augnablik
Höttur/Huginn byrjar á sigri.
Höttur/Huginn byrjar á sigri.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fjórir leikir voru að klárast í fyrstu umferð 3. deildarinnar en fyrr í dag vann Dalvík/Reynir góðan sigur á Víði frá Garði í opnunarleiknum.

Á Kópavogsvellinum áttust við Augnablik og ÍH. ÍH er nýliði í deildinni og leikurinn í dag hófst illa fyrir liðið.

Hrannar Bogi Jónsson kom Augnablik yfir og á 32. mínútu fékk Hrafnkell Freyr Ágústsson, leikmaður ÍH og fyrrverandi leikmaður Augnabliks, beint rautt spjald.

Augnablik nýtti sér liðsmuninn og bætti við tveimur mörkum en þau gerði Arnar Laufdal Arnarsson.

Pablo Carrascosa Garcia tryggð þá Hött/Huginn sigur á Sindra og KFS lagði Einherja að velli í Vestmannaeyjum. Þá vann Ægir góðan útisigur á Elliða. Leiknum lauk með 1-2 sigri gestanna.

Elliði 1-2 Ægir
1-0 Cristofer Rolin
1-1 Nikulás Ingi Björnsson
1-2 Lazar Cordasic

Augnablik 3-0 ÍH
1-0 Hrannar Bogi Jónsson
2-0 Arnar Laufdal Arnarsson
3-0 Arnar Laufdal Arnarsson

Höttur/Huginn 1-0 Sindri
1-0 Pablo Carrascosa Garcia

KFS 2-1 Einherji
1-0 Róbert Aron Eysteinsson
2-0 Arnar Breki Gunnarsson
2-1 Heiðar Aðalbjörnsson


Athugasemdir
banner
banner
banner