Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 08. júní 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bayern að fá Guerreiro frítt frá Dortmund
Mynd: EPA
Þýsku meistararnir í Bayern Munchen eru að fá Raphael Guerreiro í sínar raðir á frjálsri sölu frá keppinautunum í Dortmund. Liðin háðu harða baráttu um titilinn núna í vor en Bayern stóp uppi sem meistari eftir dramatíska lokaumferð.

Bayern gæti misst Benjamin Pavard og Lucas Hernandez í sumar og Thomas Tuchel vill vera öruggur með að hafa næga kosti varnarlega. Því er portúgalski varnarmaðurinn á leið til félagsins.

Fabrizio Romano hefur greint frá því að munnlegt samkomulag sé í höfn og að Guerreiro muni skrifa undir þriggja ára samning.

Atletico Madrid og Inter Milan hafa einnig sýnt Portúgalanum áhuga en ekki er fjallað um samningstilboð frá þeim liðum.

Guerreiro er í portúgalska landsliðshópnum fyrir komandi leiki og er því væntanlegur til Íslands eftir rúma viku. Hann er fjölhæfur, getur bæði spilað á miðjunni og í vinstri bakverði og hefur verið hjá Dortmund í sjö ár. Hann varð Evrópumeistari með landsliðinu árið 2016 og var í mars valinn besti leikmaður mánaðarins í Bundesliga.
Athugasemdir
banner
banner
banner