Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   lau 08. júní 2024 09:30
Hafliði Breiðfjörð
London
Gæslan bannaði Ísaki að fá son Ingimars inn á völl - gaf honum treyju í staðinn
Icelandair
Ísak horfir upp í stúku eftir leik.
Ísak horfir upp í stúku eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson fagnaði mikið þegar Ísland vann sigur á Englandi á Wembley í gærkvöldi, 0 - 1.

Eftir leik fór hann upp að stúkunni og ætlaði að bjóða ungum syni Ingimars Elí Hlynssonar fyrrverandi liðsfélaga sínum inn á völlinn.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Gæslan á Wembley var ekki sátt við þetta og bannaði honum að fá barnið inn á völl.

Þess í stað ákvað Ísak að gefa þeim stutta treyjuna sína eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

*Viðbót 17:15: Valdís Marselía Þórðardóttir, dóttir Þórðar Guðjónssonar, föðurbróður Ísak, er móðir drengsins unga sem er því litli frændi hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner