Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 11:17
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Liverpool mæta til æfinga í skugga andláts Diogo Jota
Jota minnst fyrir utan Anfield.
Jota minnst fyrir utan Anfield.
Mynd: Liverpool
Leikmenn Liverpool hófu í morgun undirbúning fyrir næsta tímabil þegar þeir mættu til æfinga á Melwood æfingasvæðinu, örfáum dögum eftir jarðarför Diogo Jota, sem lést í hörmulegu bílslysi ásamt yngri bróður sínum.

Arne Slot, stjóri Liverpool hefur sagt að liðið sé í algjöru áfalli. Harmleikurinn er enn í huga leikmanna og stuðningsmanna, en liðið mun reyna að takast á við sorgina saman.

Ekki hefur verið ákveðið hvort fyrsti æfingaleikur Liverpool gegn Preston North End, sem á að fara fram á sunnudaginn, verði spilaður. Slot mun ræða við leikmenn áður en ákvörðun verður tekin.

Harmleikurinn er enn í huga leikmanna og stuðningsmanna, en liðið mun reyna að takast á við sorgina saman.



Athugasemdir
banner