Fulham er búið að selja brasilíska miðjumanninn Andreas Pereira til Palmeiras í Brasilíu en hann átti aðeins eitt ár eftir af samningi við enska úrvalsdeildarfélagið.
Palmeiras greiðir 10 milljónir evra til að kaupa Pereira, sem er 29 ára gamall og kom að 9 mörkum í 37 leikjum með Fulham á síðustu leiktíð.
Hann verður mikill liðsstyrkur fyrir Palmeiras eftir að hafa spilað 119 leiki á þremur árum hjá Fulham, en þar áður lék Pereira meðal annars fyrir Manchester United, Valencia og Lazio.
Pereira, sem á 10 landsleiki að baki fyrir Brasilíu, gerir þriggja ára samning við Palmeiras.
29.08.2025 07:00
Palmeiras er að ná samkomulagi við Fulham
????????? ???????????????????????????? ???? pic.twitter.com/hzUutj331e
— SE Palmeiras (@Palmeiras) August 29, 2025
Athugasemdir